Hvað snýr upp?
NASA/JPL-Caltech/UArizona
Hvað snýr upp?
ESP_035969_1825
Enska   

twitter 

WALLPAPER
800
1024
1152
1280
1440
1600
1920
2048
2560
2880

HIFLYER
PDF, 23 x 48 cm

HISLIDES
PowerPoint
Keynote
PDF

Hér sést árekstragígur sem hraun rann í gegnum á Elysium Planitia svæðinu á Mars. Grunnur og tiltölulega flatur botnn, gróf áferð yfirborðsins og mögulegar kólnunarsprungur virðast benda til þess að gígurinn hafi að hluta til fyllst af hrauni. Norðurhluti myndarinnar sýnir einnig umfangsmeira hraun sem umlykur efnisslettu stærsta árekstragígsins á myndinni.

Í hvaða átt rann hraunið? Svo gæti virst að hraunið hafi runnið frá norðri í gegnum farveginn og inn í gíginn sem að hluta til er fylltur. Ef þú skoðar hins vegar þrívíddarmyndina með rauðum og bláum gleraugum sést að hlutfyllti gígurinn liggur ofan á efnisslettu stærri gígs sem og liggur því hærra en hraunið í norðir. Hraun rennur ekki upp á við svo skýringin er ekki svona einföld.

Við höfum fundið töluvert af sönnunargögnum sem benda til þess að hraun á svæðinu hafi runnið yfir á staði sem liggja hærra en yfirborðið í dag, en hafi síðan hjaðnað eða runnið burt. Hér gæti eftirfarandi hafa gerst: Hraun rann frá norðri til suðurs, fyllti gíginn að hluta en gekk síðan til baka til norðurs og svarf farveginn.

Landslagsupplýsingarnar sem við fáum úr þrívíddarmyndum gera okkur kleift að svara spurningum sem við ella gætum ekki út frá aðeins einni mynd. Þetta er gott dæmi um það hvers vegna við tökum þrívíddarmyndir.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

 
Dagsetning myndatöku:
30 mars 2014

Staðartími á Mars:
3:22 PM

Breiddargráða (miðjuð):


Lengdargráða (austur):
157°

Fjarlægð til yfirborðs:
273 km

Kvarði upprunalegu myndarinnar:
27 cm/díl (með 1 x 1 dílaknipping) svo ~82 cm breiðir hlutir sjást

Kvarði kortavörpunar:
25 cm/díl

Kortavörpun:
Equirectangular (og norður snýr upp)

Útgeislunarhorn:


Fasahorn:
58°

Inngeislunarhorn sólar:
53°, þar sem sólin var um 37° yfir sjóndeildarhring

Sóllengd:
109°

JPEG
Gráskali
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB litur:
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB blandað:
Kortavörpun

RGB blandað:
Kortavörpun

RGB litur:
Án Kortavörpunar

JP2 (NIÐURHAL)
Gráskali:
Kortavörpun (989 MB)

IRB litur:
Kortavörpun (550 MB)

JP2 EXTRA
Gráskali:
Kortavörpun  (518 MB),
Án kortavörpunar  (528 MB)

IRB litur:
Kortavörpun  (197 MB)
Án kortavörpunar  (439 MB)

IRB blandað:
Kortavörpun  (226 MB)

RGB blandað:
Kortavörpun  (218 MB)

RGB litur:
Án kortavörpunar  (423 MB)
Þrívíddarmyndir
Kortavörpun (PNG)
JP2 (niðurhal)

Aukaupplýsingar um mynd
Lýsigögn gráskala
Lýsigögn litmynda
Lýsigögn blandaðs IRB
Lýsigögn blandaðs RGB
EDR myndir

Myndir
Hægt er að draga alla myndahlekki yfir í HiView eða smella á þá til að sækja

Notkun á myndum
Allar ljósmyndir frá HiRISE sem aðgengilegar eru á þessari síðu, eru í almannaeigu og njóta því ekki höfundarverndar: Engin takmörk eru sett á notkun þeirra, hvorki meðal almennings, fjölmiðla eða vísindastofnana. Við óskum aðeins eftir að myndhöfunda sé getið, ef mögulegt er:
Mynd: NASA/JPL-Caltech/UArizona

Eftirskrift
Jet Propulsion Laboratory NASA, deild innan California Institute of Technology í Pasadena í Kaliforníu, hefur umsjón með stýringu Mars Reconnaissance Orbiter fyrir hönd NASA Science Mission Directorate í Washington. HiRISE myndavélin var smíðuð hjá Ball Aerospace and Technology Corporation en er starfrækt af University of Arizona.