Afhjúpandi skriða í Hebes Chasma
NASA/JPL-Caltech/UArizona
Afhjúpandi skriða í Hebes Chasma
ESP_036927_1790
Enska   

twitter 

WALLPAPER
800
1024
1152
1280
1440
1600
1920
2048
2560
2880

HIFLYER
PDF, 23 x 48 cm

HISLIDES
PowerPoint
Keynote
PDF

Á þessari mynd sést áberandi lagskipt snið í bergi í efnishrauk í miðju Hebes Chasma.

Hnúðótta og rákótta efnið í miðju svæðisins gæti verið leifar skriðu sem afhjúpaði háu, bröttur hlíðarnar á myndinni, rétt fyrir utan myndina, vestan svæðisins. Miðja vegu upp hlíðina (og að einhverju leyti alla leið upp á topp) liggur röð ljósra og dökkleitra ráka á víxl sem liggja í austur-vestur stefnu yfir hryggina og lægðina í bergopnunni. Rétt fyrir neðan er dökkleitt efni að veðrast af hlíðinni, skríður niður og safnast í skriðusvuntu í rótum veggsins.

Lagskiptar bergopnur á borð við þessa eru sérstaklega gagnlegar til að finna út hvers konar jarðfræðileg ferli hafa mótað svæðið með tímanum. Skriðurnar og skriðusvunturnar segja til hvernig svæðið hefur veðrast nýlega, þar á meðal í dag.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

 
Dagsetning myndatöku:
12 júní 2014

Staðartími á Mars:
3:39 PM

Breiddargráða (miðjuð):
-1°

Lengdargráða (austur):
284°

Fjarlægð til yfirborðs:
267 km

Kvarði upprunalegu myndarinnar:
27 cm/díl (með 1 x 1 dílaknipping) svo ~80 cm breiðir hlutir sjást

Kvarði kortavörpunar:
25 cm/díl

Kortavörpun:
Equirectangular (og norður snýr upp)

Útgeislunarhorn:


Fasahorn:
50°

Inngeislunarhorn sólar:
56°, þar sem sólin var um 34° yfir sjóndeildarhring

Sóllengd:
145°

JPEG
Gráskali
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB litur:
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB blandað:
Kortavörpun

RGB blandað:
Kortavörpun

RGB litur:
Án Kortavörpunar

JP2 (NIÐURHAL)
Gráskali:
Kortavörpun (714 MB)

IRB litur:
Kortavörpun (441 MB)

JP2 EXTRA
Gráskali:
Kortavörpun  (351 MB),
Án kortavörpunar  (369 MB)

IRB litur:
Kortavörpun  (134 MB)
Án kortavörpunar  (357 MB)

IRB blandað:
Kortavörpun  (174 MB)

RGB blandað:
Kortavörpun  (167 MB)

RGB litur:
Án kortavörpunar  (341 MB)
Aukaupplýsingar um mynd
Lýsigögn gráskala
Lýsigögn litmynda
Lýsigögn blandaðs IRB
Lýsigögn blandaðs RGB
EDR myndir

Myndir
Hægt er að draga alla myndahlekki yfir í HiView eða smella á þá til að sækja

Notkun á myndum
Allar ljósmyndir frá HiRISE sem aðgengilegar eru á þessari síðu, eru í almannaeigu og njóta því ekki höfundarverndar: Engin takmörk eru sett á notkun þeirra, hvorki meðal almennings, fjölmiðla eða vísindastofnana. Við óskum aðeins eftir að myndhöfunda sé getið, ef mögulegt er:
Mynd: NASA/JPL-Caltech/UArizona

Eftirskrift
Jet Propulsion Laboratory NASA, deild innan California Institute of Technology í Pasadena í Kaliforníu, hefur umsjón með stýringu Mars Reconnaissance Orbiter fyrir hönd NASA Science Mission Directorate í Washington. HiRISE myndavélin var smíðuð hjá Ball Aerospace and Technology Corporation en er starfrækt af University of Arizona.