Íslagt yfirborð norðurpólhettunnar
NASA/JPL-Caltech/UArizona
Íslagt yfirborð norðurpólhettunnar
ESP_036867_2655
Enska   

twitter 

WALLPAPER
800
1024
1152
1280
1440
1600
1920
2048
2560
2880

HIFLYER
PDF, 23 x 48 cm

HISLIDES
PowerPoint
Keynote
PDF

Á norðurpól Mars er bunga með íslögum sem eru allt að 2 kílómetra þykk, nokkurn veginn hliðstæð íshettum Grænlands og Suðurskautslandsins á Jörðinni.

Þótt það sjáist ekki á þessari mynd einkennist bungan af skornum spírallaga lægðum sem eru lagskiptar en lögin eru talin endurspegla þær breytilegar loftslagsaðstæður sem uppi voru þegar þau mynduðust. Myndin sýnir svæði á pólbungunni, milli lægðanna — við sjáum stór, venjulega samfelld og flata sléttu með þunnu lagi úr mjög hreinum vatnsís. Myndin sýnir líka mjög grófa áferð í laginu, hóla hryggi og lægðir sem eru frá 1 upp í 10 metrar að stærð.

Rannsóknir á þessari áferð eru rétt nýhafnar með hárri upplausn HiRISE — smáatriði í áferðinni eru breytileg um pólhettuna en ekki er vitað hvers vegna svo er. Á myndinni sjást tvenns konar einkenni sem eru mjög áhugaverð. Annars vegar er lægð í suðvestri þar sem áferð jökulsins virðist breytast. Hins vegar er sprunga eða röð af dældum í suðaustri, sem er sjaldgæft fyrirbæri.

Mikilvægt er að skilja birtu, samsetningu, áferð og litlar myndanir í þessu íslagi sem þekur mestan hluta pólbungunnar, þar sem þessir þættir hafa áhrif á staðbundið orkujafnvægi (eins og magn sólarljóss sem endurvarpast og gleypist), sem aftur hefur áhrif á heimskautaloftslagið og stöðugleika íssins.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason
 
Dagsetning myndatöku:
08 júní 2014

Staðartími á Mars:
1:06 PM

Breiddargráða (miðjuð):
86°

Lengdargráða (austur):
77°

Fjarlægð til yfirborðs:
317 km

Kvarði upprunalegu myndarinnar:
32 cm/díl (með 1 x 1 dílaknipping) svo ~95 cm breiðir hlutir sjást

Kvarði kortavörpunar:
25 cm/díl

Kortavörpun:
þrívíð pólvörpun

Útgeislunarhorn:


Fasahorn:
71°

Inngeislunarhorn sólar:
71°, þar sem sólin var um 19° yfir sjóndeildarhring

Sóllengd:
143°

JPEG
Gráskali
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB litur:
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB blandað:
Kortavörpun

RGB blandað:
Kortavörpun

RGB litur:
Án Kortavörpunar

JP2 (NIÐURHAL)
Gráskali:
Kortavörpun (970 MB)

IRB litur:
Kortavörpun (525 MB)

JP2 EXTRA
Gráskali:
Kortavörpun  (593 MB),
Án kortavörpunar  (452 MB)

IRB litur:
Kortavörpun  (289 MB)
Án kortavörpunar  (386 MB)

IRB blandað:
Kortavörpun  (247 MB)

RGB blandað:
Kortavörpun  (239 MB)

RGB litur:
Án kortavörpunar  (328 MB)
Aukaupplýsingar um mynd
Lýsigögn gráskala
Lýsigögn litmynda
Lýsigögn blandaðs IRB
Lýsigögn blandaðs RGB
EDR myndir

Myndir
Hægt er að draga alla myndahlekki yfir í HiView eða smella á þá til að sækja

Notkun á myndum
Allar ljósmyndir frá HiRISE sem aðgengilegar eru á þessari síðu, eru í almannaeigu og njóta því ekki höfundarverndar: Engin takmörk eru sett á notkun þeirra, hvorki meðal almennings, fjölmiðla eða vísindastofnana. Við óskum aðeins eftir að myndhöfunda sé getið, ef mögulegt er:
Mynd: NASA/JPL-Caltech/UArizona

Eftirskrift
Jet Propulsion Laboratory NASA, deild innan California Institute of Technology í Pasadena í Kaliforníu, hefur umsjón með stýringu Mars Reconnaissance Orbiter fyrir hönd NASA Science Mission Directorate í Washington. HiRISE myndavélin var smíðuð hjá Ball Aerospace and Technology Corporation en er starfrækt af University of Arizona.