Línulegir hryggir
NASA/JPL-Caltech/UArizona
Línulegir hryggir
ESP_033902_2125
Enska   

twitter 

WALLPAPER
800
1024
1152
1280
1440
1600
1920
2048
2560
2880

HIFLYER
PDF, 23 x 48 cm

HISLIDES
PowerPoint
Keynote
PDF

Þunnir, beinir og bugðóttir hryggir finnast víðsvegar á Mars. Slíkir hryggir geta myndast með ýmsum hætti.

Ár sem renna undir jöklum bera með sér berg og sand sem getur myndað upphleyptan hrygg, það sem kallast malarás, þegar jöklarnir hörfa. Stundum límist sandur í árfarvegum saman svo síðar meir, þegar áin er horfin, veðrast lausari jarðvegur í kringum farveginn fremur, þannig að gamli árfarvegurinn stendur eftir.

Á myndinni ganga tiltölulega beinir og mjóir hryggir á víxl í hlíðunum milli fjallanna og dalanna í kring. Sú staðreynd að hryggirnir liggi meðfram bröttu hlíðunum, segir okkur að ólíklegt sé að þeir hafi myndast í vatni á sama hátt og greint er frá hér að ofan. Að auki virðast sumir hryggirnir liggja í gegnum fjöllin og á hlíðarnar hinumegin. Þetta bendir til þess að hryggirnir skeri sig djúpt inn í fjöllin.

Hryggur í storkubergi, sem kallast berggangur, verður til þegar kvika þrýstist inn í berg og upp í átt að yfirborðinu. Kvikan kólnar og storknar svo úr verður mjög hart berg sem stenst veðrun betur en bergið í kring, sem kvikan þrýsti sér í gegnum. Þegar þetta mjúka berg veðrast, situr harðara bergið eftir sem hryggur og leiðir í ljós æðakerfi eldfjallsins.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason
 
Dagsetning myndatöku:
20 október 2013

Staðartími á Mars:
2:42 PM

Breiddargráða (miðjuð):
32°

Lengdargráða (austur):
66°

Fjarlægð til yfirborðs:
290 km

Kvarði upprunalegu myndarinnar:
58 cm/díl (með 2 x 2 dílaknipping) svo ~174 cm breiðir hlutir sjást

Kvarði kortavörpunar:
50 cm/díl

Kortavörpun:
Equirectangular (og norður snýr upp)

Útgeislunarhorn:


Fasahorn:
38°

Inngeislunarhorn sólar:
41°, þar sem sólin var um 49° yfir sjóndeildarhring

Sóllengd:
38°

JPEG
Gráskali
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB litur:
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB blandað:
Kortavörpun

RGB blandað:
Kortavörpun

RGB litur:
Án Kortavörpunar

JP2 (NIÐURHAL)
Gráskali:
Kortavörpun (332 MB)

IRB litur:
Kortavörpun (185 MB)

JP2 EXTRA
Gráskali:
Kortavörpun  (184 MB),
Án kortavörpunar  (157 MB)

IRB litur:
Kortavörpun  (62 MB)
Án kortavörpunar  (129 MB)

IRB blandað:
Kortavörpun  (317 MB)

RGB blandað:
Kortavörpun  (306 MB)

RGB litur:
Án kortavörpunar  (127 MB)
Aukaupplýsingar um mynd
Lýsigögn gráskala
Lýsigögn litmynda
Lýsigögn blandaðs IRB
Lýsigögn blandaðs RGB
EDR myndir

Myndir
Hægt er að draga alla myndahlekki yfir í HiView eða smella á þá til að sækja

Notkun á myndum
Allar ljósmyndir frá HiRISE sem aðgengilegar eru á þessari síðu, eru í almannaeigu og njóta því ekki höfundarverndar: Engin takmörk eru sett á notkun þeirra, hvorki meðal almennings, fjölmiðla eða vísindastofnana. Við óskum aðeins eftir að myndhöfunda sé getið, ef mögulegt er:
Mynd: NASA/JPL-Caltech/UArizona

Eftirskrift
Jet Propulsion Laboratory NASA, deild innan California Institute of Technology í Pasadena í Kaliforníu, hefur umsjón með stýringu Mars Reconnaissance Orbiter fyrir hönd NASA Science Mission Directorate í Washington. HiRISE myndavélin var smíðuð hjá Ball Aerospace and Technology Corporation en er starfrækt af University of Arizona.