Curiosity jepinn frá einstöku sjónarhorni í Yellowknife flóa
NASA/JPL-Caltech/UArizona
Curiosity jepinn frá einstöku sjónarhorni í Yellowknife flóa
ESP_032436_1755
Enska   

twitter 

WALLPAPER
800
1024
1152
1280
1440
1600
1920
2048
2560
2880

HIFLYER
PDF, 23 x 48 cm

HISLIDES
PowerPoint
Keynote
PDF

Þessi mynd var tekin þegar MRO geimfarið velti sér og stefndi í austurátt nálægt breiddargráðu Mars Science Laboratory, þannig að sólin, geimfarið og MSL Curiosity jeppinn á yfirborðinu voru því sem næst í línu.

Frá slíku sjónarhorni eru engir skuggar sýnilegir en hárfínar litabreytingar á yfirborðinu koma betur í ljós. Þegar litirnir hafa verið ýktir sjáum við svæðið í kringum lendingarstaðinn og Yellowknife flóa. Jeppinn er bjarti bletturinn neðarlega til hægri. Hjölför jeppans eru augljós á myndinni og liggja í vestur í átt að lendingarstaðnum en þar eru líka tveir bjartir, bláir blettir sem vísa á staðina þar sem lendingarflaugar MSL feyktu burt ryki.

Jeppinn ekur nú í suður í átt að fjallinu í miðju Gale gígsins sem kallast Aeolis Mons en er oftast „Sharpfjall“.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason
 
Dagsetning myndatöku:
27 júní 2013

Staðartími á Mars:
2:21 PM

Breiddargráða (miðjuð):
-5°

Lengdargráða (austur):
137°

Fjarlægð til yfirborðs:
308 km

Kvarði upprunalegu myndarinnar:
31 cm/díl (með 1 x 1 dílaknipping) svo ~92 cm breiðir hlutir sjást

Kvarði kortavörpunar:
25 cm/díl

Kortavörpun:
Equirectangular (og norður snýr upp)

Útgeislunarhorn:
30°

Fasahorn:


Inngeislunarhorn sólar:
35°, þar sem sólin var um 55° yfir sjóndeildarhring

Sóllengd:
343°

JPEG
Gráskali
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB litur:
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB blandað:
Kortavörpun

RGB blandað:
Kortavörpun

RGB litur:
Án Kortavörpunar

JP2 (NIÐURHAL)
Gráskali:
Kortavörpun (727 MB)

IRB litur:
Kortavörpun (412 MB)

JP2 EXTRA
Gráskali:
Kortavörpun  (344 MB),
Án kortavörpunar  (290 MB)

IRB litur:
Kortavörpun  (109 MB)
Án kortavörpunar  (276 MB)

IRB blandað:
Kortavörpun  (182 MB)

RGB blandað:
Kortavörpun  (173 MB)

RGB litur:
Án kortavörpunar  (283 MB)
Aukaupplýsingar um mynd
Lýsigögn gráskala
Lýsigögn litmynda
Lýsigögn blandaðs IRB
Lýsigögn blandaðs RGB
EDR myndir

Myndir
Hægt er að draga alla myndahlekki yfir í HiView eða smella á þá til að sækja

Notkun á myndum
Allar ljósmyndir frá HiRISE sem aðgengilegar eru á þessari síðu, eru í almannaeigu og njóta því ekki höfundarverndar: Engin takmörk eru sett á notkun þeirra, hvorki meðal almennings, fjölmiðla eða vísindastofnana. Við óskum aðeins eftir að myndhöfunda sé getið, ef mögulegt er:
Mynd: NASA/JPL-Caltech/UArizona

Eftirskrift
Jet Propulsion Laboratory NASA, deild innan California Institute of Technology í Pasadena í Kaliforníu, hefur umsjón með stýringu Mars Reconnaissance Orbiter fyrir hönd NASA Science Mission Directorate í Washington. HiRISE myndavélin var smíðuð hjá Ball Aerospace and Technology Corporation en er starfrækt af University of Arizona.