Ljósar slóðir hnullunga sem hafa rúllað og skoppað
NASA/JPL-Caltech/UArizona
Ljósar slóðir hnullunga sem hafa rúllað og skoppað
ESP_031103_1405
Enska   

twitter 

WALLPAPER
800
1024
1152
1280
1440
1600
1920
2048
2560
2880

HISLIDES
PowerPoint
Keynote
PDF

Á þessari mynd sést tiltölulega ósnortinn árekstrargígur. Á nærmyndinni sjást áberandi ljósar línur og blettir í brattri hlíð á norðurbarmi gígsins.

HiRISE tók mynd af þessum gíg fyrir 5 árum (2,6 Marsárum), í mars 2008, en þá sáust mynstrin ekki. Slitróttu ljósu blettirnir eru taldir hafa myndast þegar hnullungar skoppuðu í og rúlluðu niður hlíðina.

En hvaðan komu hnullungarnir? Hugsanlega brotnuðu þeir af bröttu klettaveggjunum í gígnum, þótt við sjáum reyndar engin ljós sár í veggjunum sem gæti bent á upprunann. Einnig er hugsanlegt að steinarnir hafi kastast hingað í kjölfar annars áreksturs í grenndinni.

Hvers vegna eru slóðirnar svona ljósar? Hugsanlega er jarðvegurinn hér undir almennt ljósari en rykið ofan á, eins og Spirit jeppinn fann út í Gusev gígnum. Ekki getur verið um ís að ræða því þessi hlið gígsins snýr í átt að miðbaug svo hér er hlýtt á sumrin.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason
 
Dagsetning myndatöku:
16 mars 2013

Staðartími á Mars:
2:37 PM

Breiddargráða (miðjuð):
-39°

Lengdargráða (austur):
172°

Fjarlægð til yfirborðs:
255 km

Kvarði upprunalegu myndarinnar:
26 cm/díl (með 1 x 1 dílaknipping) svo ~77 cm breiðir hlutir sjást

Kvarði kortavörpunar:
25 cm/díl

Kortavörpun:
Equirectangular (og norður snýr upp)

Útgeislunarhorn:


Fasahorn:
45°

Inngeislunarhorn sólar:
36°, þar sem sólin var um 54° yfir sjóndeildarhring

Sóllengd:
283°

JPEG
Gráskali
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB litur:
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB blandað:
Kortavörpun

RGB blandað:
Kortavörpun

RGB litur:
Án Kortavörpunar

JP2 (NIÐURHAL)
Gráskali:
Kortavörpun (434 MB)

IRB litur:
Kortavörpun (265 MB)

JP2 EXTRA
Gráskali:
Kortavörpun  (187 MB),
Án kortavörpunar  (251 MB)

IRB litur:
Kortavörpun  (61 MB)
Án kortavörpunar  (224 MB)

IRB blandað:
Kortavörpun  (110 MB)

RGB blandað:
Kortavörpun  (104 MB)

RGB litur:
Án kortavörpunar  (217 MB)
Aukaupplýsingar um mynd
Lýsigögn gráskala
Lýsigögn litmynda
Lýsigögn blandaðs IRB
Lýsigögn blandaðs RGB
EDR myndir

Myndir
Hægt er að draga alla myndahlekki yfir í HiView eða smella á þá til að sækja

Notkun á myndum
Allar ljósmyndir frá HiRISE sem aðgengilegar eru á þessari síðu, eru í almannaeigu og njóta því ekki höfundarverndar: Engin takmörk eru sett á notkun þeirra, hvorki meðal almennings, fjölmiðla eða vísindastofnana. Við óskum aðeins eftir að myndhöfunda sé getið, ef mögulegt er:
Mynd: NASA/JPL-Caltech/UArizona

Eftirskrift
Jet Propulsion Laboratory NASA, deild innan California Institute of Technology í Pasadena í Kaliforníu, hefur umsjón með stýringu Mars Reconnaissance Orbiter fyrir hönd NASA Science Mission Directorate í Washington. HiRISE myndavélin var smíðuð hjá Ball Aerospace and Technology Corporation en er starfrækt af University of Arizona.