Tvöfaldar dældir eða teygðir gígar á norðursléttunni
NASA/JPL-Caltech/UArizona
Tvöfaldar dældir eða teygðir gígar á norðursléttunni
ESP_028688_2330
Enska   Franska   

twitter 

WALLPAPER
800
1024
1152
1280
1440
1600
1920
2048
2560
2880

HIFLYER
PDF, 23 x 48 cm

HISLIDES
PowerPoint
Keynote
PDF

Þessi mynd nær yfir lítinn hluta hinnar víðfeðmu norðursléttu á Mars á svæði sem kallast Utopia Planitia.

Á nærmyndinni, sem er í lit, sjáum við margar grunnar dældir sem í raun eru tvöfaldar. Í kringum innri og lægri hringlaga svæðin er grynnri hálfhringadæld. Sólarljós kemur inn frá neðri vinstri hliðinni (suðvestri) svo ef þú sérð bungur en ekki gíga er heilinn að snúa landslaginu við.

Hvernig urðu þessar tvöföldu dældir til? Ein hugmyndin er sú að innri dældirnar séu í raun árekstrargígar eða botnfall á gígbotninum. Þetta eru líklega aukagígar sem allir urðu til á sama tíma úr útkasti efnis frá mun stærri gíg. Vitað er að svæði á háum breiddargráðum á Mars eru rík af vatnsís grunnt undir þunnu jarðvegslagi. Þurra lagið ver ísinn sem annars myndi þurrgufa (fara beint úr föstu í gas) og hverfa.

Hvað gerist eftir að árekstur brýst í gegnum þurra lagið og leiðir ísinn í ljós? Ísinn myndi þurrgufa og ef hann fyllir ekki porurnar í jarðveginum, hrynur yfirborðið í kjölfarið. Ef til vill étur þurrgufunin burt ís í grunni lagi undir yfirborðinu í kringum hvern gíg og myndar þessar tvöföldu dældir eða „teygða gíga“.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason
 
Dagsetning myndatöku:
08 september 2012

Staðartími á Mars:
3:26 PM

Breiddargráða (miðjuð):
53°

Lengdargráða (austur):
216°

Fjarlægð til yfirborðs:
310 km

Kvarði upprunalegu myndarinnar:
frá 31 cm/díl (með 1 x 1 dílaknipping) til 62.0 cm/díl (með 2 x 2 dílaknipping)

Kvarði kortavörpunar:
25 cm/díl

Kortavörpun:
Equirectangular (og norður snýr upp)

Útgeislunarhorn:


Fasahorn:
56°

Inngeislunarhorn sólar:
64°, þar sem sólin var um 26° yfir sjóndeildarhring

Sóllengd:
168°

JPEG
Gráskali
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB litur:
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB blandað:
Kortavörpun

RGB blandað:
Kortavörpun

RGB litur:
Án Kortavörpunar

JP2 (NIÐURHAL)
Gráskali:
Kortavörpun (1086 MB)

IRB litur:
Kortavörpun (698 MB)

JP2 EXTRA
Gráskali:
Kortavörpun  (550 MB),
Án kortavörpunar  (384 MB)

IRB litur:
Kortavörpun  (257 MB)
Án kortavörpunar  (471 MB)

IRB blandað:
Kortavörpun  (356 MB)

RGB blandað:
Kortavörpun  (343 MB)

RGB litur:
Án kortavörpunar  (454 MB)
Þrívíddarmyndir
Kortavörpun (PNG)
JP2 (niðurhal)

Aukaupplýsingar um mynd
Lýsigögn gráskala
Lýsigögn litmynda
Lýsigögn blandaðs IRB
Lýsigögn blandaðs RGB
EDR myndir

Myndir
Hægt er að draga alla myndahlekki yfir í HiView eða smella á þá til að sækja

Notkun á myndum
Allar ljósmyndir frá HiRISE sem aðgengilegar eru á þessari síðu, eru í almannaeigu og njóta því ekki höfundarverndar: Engin takmörk eru sett á notkun þeirra, hvorki meðal almennings, fjölmiðla eða vísindastofnana. Við óskum aðeins eftir að myndhöfunda sé getið, ef mögulegt er:
Mynd: NASA/JPL-Caltech/UArizona

Eftirskrift
Jet Propulsion Laboratory NASA, deild innan California Institute of Technology í Pasadena í Kaliforníu, hefur umsjón með stýringu Mars Reconnaissance Orbiter fyrir hönd NASA Science Mission Directorate í Washington. HiRISE myndavélin var smíðuð hjá Ball Aerospace and Technology Corporation en er starfrækt af University of Arizona.