Myndir af vélbúnaði MSL tólf dögum eftir lendingu
NASA/JPL-Caltech/UArizona
Myndir af vélbúnaði MSL tólf dögum eftir lendingu
ESP_028401_1755
Enska   

twitter 
Þetta er þriðja mynd HiRISE af MSL á yfirborði Mars en frá örlítið minni halla en á eldri myndum og sömuleiðis í hærri upplausn.

Á þessari yfirlitsmynd er búið að þysja fjórum sinnum út á við en úrklippurnar sýna staðina í fullri upplausn.

Nýju dökku blettirnir (vinstra megin) mynda rákir sem eru samsíða brotlendingarstað lendingareiningarinnar og gætu verið af völdum grjóts sem þeyttist upp við áreksturinn eða braks úr einingunni. Sjó ljósir blettir sem tengjast brotlendingarstað einingarinnar gætu verið brak.

Í kringum bakhlífina sjást einnig ljósir hlutir en líka forvitnileg smáatriði í fallhlífinni.

Sjá má skugga mastursins á MSL sem teygir sig í suðausturátt frá Curiosity jeppanum.

Þessi mynd var tekin nánast beint yfir lendingarstaðnum (um 9 gráðu halla frá honum) öfugt við eldri myndir, svo upplausnin á hvern pixel hefur aukist um 0,27 m/pixel að meðaltali. Hver úrklippa var teygð til þess að draga fram sem mestar upplýsingar án þess þó að myndin glataði tærleika. Paul Geissler við Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna (USGS) beitti sérstakri myndvinnsluaðferð til að hreinsa suð á myndinni.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

 
Dagsetning myndatöku:
17 ágúst 2012

Staðartími á Mars:
3:30 PM

Breiddargráða (miðjuð):
-5°

Lengdargráða (austur):
137°

Fjarlægð til yfirborðs:
273 km

Kvarði upprunalegu myndarinnar:
27 cm/díl (með 1 x 1 dílaknipping) svo ~82 cm breiðir hlutir sjást

Kvarði kortavörpunar:
25 cm/díl

Kortavörpun:
Equirectangular (og norður snýr upp)

Útgeislunarhorn:
10°

Fasahorn:
63°

Inngeislunarhorn sólar:
54°, þar sem sólin var um 36° yfir sjóndeildarhring

Sóllengd:
157°

JPEG
Gráskali
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB litur:
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB blandað:
Kortavörpun

RGB blandað:
Kortavörpun

RGB litur:
Án Kortavörpunar

JP2 (NIÐURHAL)
Gráskali:
Kortavörpun (575 MB)

IRB litur:
Kortavörpun (376 MB)

JP2 EXTRA
Gráskali:
Kortavörpun  (293 MB),
Án kortavörpunar  (286 MB)

IRB litur:
Kortavörpun  (111 MB)
Án kortavörpunar  (390 MB)

IRB blandað:
Kortavörpun  (178 MB)

RGB blandað:
Kortavörpun  (170 MB)

RGB litur:
Án kortavörpunar  (371 MB)
Þrívíddarmyndir
Kortavörpun (PNG)
JP2 (niðurhal)

Aukaupplýsingar um mynd
Lýsigögn gráskala
Lýsigögn litmynda
Lýsigögn blandaðs IRB
Lýsigögn blandaðs RGB
EDR myndir

Myndir
Hægt er að draga alla myndahlekki yfir í HiView eða smella á þá til að sækja

Notkun á myndum
Allar ljósmyndir frá HiRISE sem aðgengilegar eru á þessari síðu, eru í almannaeigu og njóta því ekki höfundarverndar: Engin takmörk eru sett á notkun þeirra, hvorki meðal almennings, fjölmiðla eða vísindastofnana. Við óskum aðeins eftir að myndhöfunda sé getið, ef mögulegt er:
Mynd: NASA/JPL-Caltech/UArizona

Eftirskrift
Jet Propulsion Laboratory NASA, deild innan California Institute of Technology í Pasadena í Kaliforníu, hefur umsjón með stýringu Mars Reconnaissance Orbiter fyrir hönd NASA Science Mission Directorate í Washington. HiRISE myndavélin var smíðuð hjá Ball Aerospace and Technology Corporation en er starfrækt af University of Arizona.