Ísaður gígur á Mars
NASA/JPL-Caltech/UArizona
Ísaður gígur á Mars
ESP_032118_1085
Enska   

twitter 

WALLPAPER
800
1024
1152
1280
1440
1600
1920
2048
2560
2880

HIFLYER
PDF, 23 x 48 cm

HISLIDES
PowerPoint
Keynote
PDF

HiRISE hefur fundið meira en 200 nýlega árekstragíga á Mars. Gígarnir koma fyrst fram sem dökkir blettir á víðmyndum Context Camera (CTX) í MRO en síðan tekur HiRISE nærmyndir af þeim. Dökku blettirnir sjást best þegar yfirborðið er ljóst og rykugt. Þess vegna sjáum við flesta nýja gíga á rykugustu svæðunum, til að mynda við eldfjöllin stóru á Þarsis.

Ís leynist undir yfirborði Mars á háum breiddargráðum og þegar nýir gígar myndast þar kemur ísinn í ljós. Þar til þessi mynd var tekin höfðu gígarnir aðeins fundist á sléttunum á norðurhvelinu vegna þess að hálendi suðurhvelsins er ekki jafn rykugt, svo erfiðara er að finna nýlega gíga þar. Gígurinn sem hér sést er við ytri mörk setlaganna á suðurpólnum, þykkum setlagastafla úr ís og ryki við suðupól Mars.

Ekki kemur á óvart að þessi lög séu ísuð! Ísinn verður hins vegar að vera hreinn (ekki ýkja rykugur) til að haldast bjartur nógu lengi svo HiRISE geti greint hann, en það veitir okkur frekari sannanir fyrir því að lögin hljóti að vera að mestu úr ís. Setlögin í kring eru þakin ryklagi en gígurinn gefur til kynna að rykbreiðan sé ekkert sérstaklega þykk.

Þegar gígurinn myndaðist kastaðist efni til hliðanna og myndaði geislótt mynstur sem og nokkra mjög litla „aukagíga“. Enginn þeirra var nógu stór til að grafa sig niður á ís.

Þegar fleiri sambærilegir gígar hafa fundist á Mars munu þeir hjálpa okkur að finna út hversu mikill ís er á reikistjörnunni og hvar hann leynist.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason
 
Dagsetning myndatöku:
03 júní 2013

Staðartími á Mars:
2:45 PM

Breiddargráða (miðjuð):
-72°

Lengdargráða (austur):
192°

Fjarlægð til yfirborðs:
250 km

Kvarði upprunalegu myndarinnar:
25 cm/díl (með 1 x 1 dílaknipping) svo ~75 cm breiðir hlutir sjást

Kvarði kortavörpunar:
25 cm/díl

Kortavörpun:
þrívíð pólvörpun

Útgeislunarhorn:


Fasahorn:
61°

Inngeislunarhorn sólar:
64°, þar sem sólin var um 26° yfir sjóndeildarhring

Sóllengd:
329°

JPEG
Gráskali
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB litur:
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB blandað:
Kortavörpun

RGB blandað:
Kortavörpun

RGB litur:
Án Kortavörpunar

JP2 (NIÐURHAL)
Gráskali:
Kortavörpun (482 MB)

IRB litur:
Kortavörpun (259 MB)

JP2 EXTRA
Gráskali:
Kortavörpun  (147 MB),
Án kortavörpunar  (322 MB)

IRB litur:
Kortavörpun  (35 MB)
Án kortavörpunar  (247 MB)

IRB blandað:
Kortavörpun  (130 MB)

RGB blandað:
Kortavörpun  (125 MB)

RGB litur:
Án kortavörpunar  (258 MB)
Þrívíddarmyndir
Kortavörpun (PNG)
JP2 (niðurhal)

Aukaupplýsingar um mynd
Lýsigögn gráskala
Lýsigögn litmynda
Lýsigögn blandaðs IRB
Lýsigögn blandaðs RGB
EDR myndir

Myndir
Hægt er að draga alla myndahlekki yfir í HiView eða smella á þá til að sækja

Notkun á myndum
Allar ljósmyndir frá HiRISE sem aðgengilegar eru á þessari síðu, eru í almannaeigu og njóta því ekki höfundarverndar: Engin takmörk eru sett á notkun þeirra, hvorki meðal almennings, fjölmiðla eða vísindastofnana. Við óskum aðeins eftir að myndhöfunda sé getið, ef mögulegt er:
Mynd: NASA/JPL-Caltech/UArizona

Eftirskrift
Jet Propulsion Laboratory NASA, deild innan California Institute of Technology í Pasadena í Kaliforníu, hefur umsjón með stýringu Mars Reconnaissance Orbiter fyrir hönd NASA Science Mission Directorate í Washington. HiRISE myndavélin var smíðuð hjá Ball Aerospace and Technology Corporation en er starfrækt af University of Arizona.